Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 18. janúar 2023 08:25
Elvar Geir Magnússon
West Ham hefur áhuga á Maguire - Barcelona vill Gundogan
Powerade
Harry Maguire til West Ham?
Harry Maguire til West Ham?
Mynd: EPA
Barcelona vill fá Gundogan.
Barcelona vill fá Gundogan.
Mynd: Heimasíða Man City
Conor Gallagher vill ekki yfirgefa Chelsea.
Conor Gallagher vill ekki yfirgefa Chelsea.
Mynd: EPA
Tekur Bielsa við Mexíkó?
Tekur Bielsa við Mexíkó?
Mynd: EPA
Það vantar ekki slúðursögurnar í boltanum. Maguire, Garnacho, Diaby, Gundogan, Trossard, Gallagher, Bielsa og fleiri í pakkanum í dag. Áfram Ísland!

West Ham skoðar það að gera lánstilboð í enska landsliðsmiðvörðinn Harry Maguire (29) sem er mikið geymdur á bekknum hjá Manchester United. (Mirror)

Alejandro Garnacho (18) hefur enn ekki skrifað undir nýjan samning við Manchester United. Real Madrid og Juventus fylgjast grannt með stöðu mála. (Independent)

Enski miðjumaðurinn Jude Bellingham (19) hjá Borussia Dortmund og portúgalski miðjumaðurinn Matheus Nunes (24) hjá Wolves eru helstu skotmörk Liverpool fyrir sumarið. (Mail)

Arsenal setti sig í samband við Bayer Leverkusen vegna áhuga á franska vængmanninum Moussa Diaby (23) en þýska félagið vill ekki selja hann í janúar. (Sky Sports)

Barcelona hefur mikinn áhuga á þýska miðjumanninum Ilkay Gundogan (32) sem verður fáanlegur á frjálsri sölu í sumar þegar samningur hans við Manchester City rennur út. (Telegraph)

Chelsea fylgist með stöðu mála hjá Leandro Trossard (28), sóknarleikmanni Brighton. Hann hefur verið orðaður við Arsenal og Tottenham. Ólíklegt er að Brighton samþykki tilboð undir 25 milljónum punda í belgíska landsliðsmanninn. (Mirror)

Everton gæti gert tilboð í franska sóknarmanninn Moussa Dembele (26) en samningur hans við Lyon rennur út í lok tímabilsins. (Footmercato)

30 milljóna punda tilboði Leicester í argentínska framherjann Nicolas Gonzalez (24) var hafnað af ítalska félaginu Fiorentina. (90min)

Southampton færist nær kaupum á senegalska framherjanum Nicolas Jackson (21) sem Villarreal verðmetur á 18 milljónir punda. (Athletic)

Crystal Palace, Nottingham Forest, Southampton, Everton og Newcastle hafa öll spurst fyrir um Conor Gallagher (22), miðjumann Chelsea. Gallagher hefur engan áhuga á því að yfirgefa Chelsea á meðan hann fær spiltíma með aðalliðnu. (Mail)

Bournemouth, Nottingham Forest og Al-Nassr hafa áhuga á Keylor Navas (36), markverði Paris St-Germain og Kosta Ríka. (Athletic)

Forest íhugar einnig að gera tilboð í Chris Wood (31), sóknarmann Newcastle og Nýja-Sjálands. (Football Insider)

Cristiano Giuntoli íþróttastjóri Napoli segist bjartsýnn á að félagið fái marokkóska miðjumanninn Azzedine Ounahi (22) sem hefur einnig verið orðaður við Aston Villa og Leeds. (Sport Mediaset)

Umboðsmaður belgíska vængbakvarðarins Yannick Carrasco (29) segir að viðræður séu í gangi um skipti hans frá Atletico Madrid til Barcelona. Hollenski framherjinn Memphis Depay (28) fer þá öfuga leið. (Nieuwsblad)

Bayern München gerði tilboð upp á 7 milljónir punda í svissneska markvörðinn Yann Sommer (34) sem Borussia Mönchengladbach hafnaði. Manuel Neuer aðalmarkvörður Bayern er á meiðslalistanum og spilar ekki meira á tímabilinu. (Florian Plettenberg)

Mexíkóska fótboltasambandið vill helst fá Marcelo Bielsea, fyrrum stjóra Leeds, til að taka við landsliði þjóðarinnar. (ESPN)

Búist er við því að þýski markvörðurinn Loris Karius (29) framlengi samning sinn við Newcastle. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner