Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 18. febrúar 2020 06:00
Aksentije Milisic
Keane: Öruggt að Pogba yfirgefi Man Utd í sumar
Mynd: Getty Images
Roy Keane, fyrrverandi leikmaður Manchester United, segir að það sé öruggt að Paul Pogba muni yfirgefa United næsta sumar. Pogba hefur verið mikið meiddur í vetur og þá hafa stanslausar sögusagnir verið í gangi um að hann yfirgefi félagið.

Mino Raiola hefur þá verið duglegur að skjóta á Manchester United á meðan Pogba hefur ekkert sagt til um það hvort hann vilji fara.

„Hann fer í sumar, það er hundrað prósent öruggt," sagði Keane á Sky Sports í gær.

„United þarf að selja hann í sumar. Hann er góður leikmaður en það er alltof mikið vesen í kringum hann og hans umboðsmanns."

Í gær skaut Raiola á Solskjær sem kaus að svara honum ekki í gegnum fjölmiðla. Ljóst er að mikið mun ganga á í málum Pogba á næstunni.


Athugasemdir
banner
banner
banner