Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 18. febrúar 2020 09:19
Magnús Már Einarsson
Smalling til Tottenham eða Everton?
Powerade
Chris Smalling.
Chris Smalling.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin gefa ekkert eftir frekar en fyrri daginn. Hér er slúðurpakki dagsins.



Tottenham og Everton hafa áhuga á Chris Smalling (30) varnarmanni Manchester United en hann er á láni hjá Roma. (Corriere dello Sport)

Raheem Sterling (25) ætlar að vera áfram hjá Manchester City þrátt fyrir bannið í Meistaradeildinni. (Manchester Evening News)

Manchester City þarf að borga milljónir punda í skaðabætur til leikmanna sína ef þeir fá ekki bónusa fyrir að spila í Meistaradeildinni. (Mail)

Manchester City tapar ekki pening á treyjusamningi sínum við Puma þrátt fyrir bannið. Puma greiðir 65 milljónir punda á tímabili fyrir samninginn. (Mail)

Barcelona er að fá danska framherjann Martin Braithwate (28) frá Leganes. (Teeside Gazette)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er mikill aðdáandi Timo Werner (23) framherja RB Leipzig. Liverpool hefur ekki ennþá haft samband við Leipzig vegna Werner. (Independent)

Christophe Galtier, þjálfari Lille, segir að það sé ekki gott samband milli félagsins og miðjumannsins Boubakary Soumare (20) en hann hefur verið orðaður við Manchester United, Liverpool og Chelsea. (Express)

Atalanta mun kaupa miðjumannin Mario Pasalic frá Chelsea á 12,5 milljónir punda í sumar en hann hefur verið á láni hjá félaginu. (Guardian)

Matteo Guendouzi (20) er að berjast fyrir framtíð sinni hjá Arsenal en hann var ekki í leikmannahópnum gegn Newcastle um helgina eftir slæmt hugarfar á æfingum. (Mirror)

Guendouzi reifst heiftarlega við Mikel Arteta og aðra í þjálfaraliði Arsenal í æfingaferð í Dubai. (Goal)

Brasilíska félagið Botafogo er að fá Yaya Toure (36) í sínar raðir. (Globo Esporte)

Southampton og Burnley hafa áhuga á Rob Dickie (23) varnarmanni Oxford. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner