fim 18. febrúar 2021 09:00
Magnús Már Einarsson
Bayern óttast að Kingsley Coman fari til Man Utd
Powerade
Kingsley Coman
Kingsley Coman
Mynd: Getty Images
Harry Kane.
Harry Kane.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin gefa ekkert eftir. Skoðum slúðurpakka dagsins.



Tottenham vill fá að minnsta kosti 150 milljónir punda ef félagið ætlar að íhuga að selja Harry Kane (27). (Mail)

Son Heung-min (28) segir að það sé ósanngjarnt að ræða um nýjan samning hjá Tottenham í augnablikinu en samningaviðræðum hans hefur verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. (Mail)

Arsenal vill kaupa miðjumanninn Dani Ceballos (24) frá Real Madrid og markvörðinn Mat Ryan (28) frá Brighton en þeir eru báðir á láni hjá félaginu. (Sun)

Bayern Munchen óttast að Kingsley Coman (24) gæti gengið í raðir Manchester United þar sem félagið getur boðið honum há laun. (Bid)

Edinson Cavani (34) vill vera annað tímabil hjá Manchester United en núverandi samningur hans rennur út í sumar. (Telegraph)

PSG hefur sett 173 milljóna punda verðmiða á Kylian Mbappe (22) en hann er á óskalista Real Madrid, Liverpool, Manchester City og Juventus. (La Parisien)

Barcelona hefði getað keypt Mbappe árið 2017 en í staðinn ákvað félagið að fá Ousmane Dembele (22) frá Borussia Dortmund. (Mirror)

Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að félagið muni gera allt sem það getur til að halda Lionel Messi (33) hjá félaginu. (Sky Sports)

Real Madrid er að íhuga að fá miðvörðinn Pau Torres (24) frá Villarreal. (Goal)

Thierry Henry og Patrick Vieira, fyrrum leikmenn Arsenal, eru að berjast um stjórastöðuna hjá Bournemouth. (Talksport)

Alexandre Lacazette (29) er einn af nokkrum leikmönnum sem Arsenal gæti selt í sumar. (Sun)

David Luiz (33), Lucas Torreira (25) og Matteo Guendouzi (25) eru einnig á förum frá Arsenal. (Star)

Luis Suarez (34) segist ætla að ákveða sjálfur hvenær rétti tíminn verður til að leggja skóna á hilluna en það verði ekki á næstu árum. (ESPN)

Ekki er öruggt að Gini Wijnaldum (30) miðjumaður Liverpool fari til Barcelona ef hann ákveður að róa á önnur mið þegar samningur hans rennur út í sumar. Fjárhagsstaða Barcelona er erfið og óvíst er hvort félagið geti klófest Wijnaldum. (Liverpool Echo)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner