Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 18. febrúar 2021 19:02
Aksentije Milisic
Byrjunarliðin í Evrópudeildinni: Odegaard og Auba byrja - Björn Bergmann leiðir framlínu Molde
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 20 í kvöld hefjast sjö leikir í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar og er einn af þeim viðureign Benfica og Arsenal.

Liðin mætast á Stadio Olimpico í Róm en leikurinn er skráður sem heimaleikur Benfica.

Hjá Arsenal er Martin Odegaard í byrjunarliðinu og þá er Pierre-Emerick Aubameyang með fyrirliðabandið uppi á toppnum. Hann skoraði þrennu í síðasta deildarleik Arsenal gegn Leeds.

Nicolas Otamendi, fyrrverandi leikmaður Manchester City, er í byrjunarliðinu hjá Benfica og með honum í vörninni er Jan Vertonghen. Þá er Adel Taarabt einnig í liðinu.

Molde mætir Hoffenheim á sama tíma og þar er Björn Bergmann Sigurðarson í byrjunarliðinu en hann leiðir sóknarlínu Molde. Þetta er hans fyrsti leikur fyrir félagið síðan hann kom frá Lilleström.

Benfica: Helton; Veríssimo, Otamendi, Vertonghen; Diogo Goncalves, Weigl, Taarabt, Grimaldo; Pizzi, Darwin, Waldschmidt

Arsenal: Leno; Bellerin, Luiz, Gabriel, Soares; Ceballos, Xhaka; Saka, Smith Rowe, Odegaard; Aubameyang

Leikirnir sem hefjast klukkan 20:
Granada CF - Napoli
Benfica - Arsenal
Molde - Hoffenheim
Antwerp - Rangers
Salzburg - Villarreal
Maccabi Tel Aviv - Shakhtar D
Lille - Ajax

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner