FC Bayern afbókaði fréttamannafund Thomas Tuchel eftir 3-2 tap FC Bayern á útivelli gegn fallbaráttuliði Bochum í þýska boltanum í dag.
Tuchel svaraði því ekki spurningum að leikslokum, en Sky í Þýskalandi heldur því fram að hann sé öruggur í þjálfarastarfinu sem stendur.
Bayern er þar með átta stigum á eftir Bayer Leverkusen í titilbaráttunni, en þetta var þriðja tap liðsins í röð í öllum keppnum.
Bæjarar voru sterkari aðilinn í tapinu í Bochum en klúðruðu mikið af dauðafærum, þar sem Harry Kane skoraði eitt mark til að minnka muninn undir lokin eftir að farið illa með nokkur færi fyrr í leiknum.
Þetta er í fyrsta sinn síðan í maí 2015 sem Bayern tapar þremur leikjum í röð, en liðið er í ansi hættulegri stöðu sem stendur. Auk þess að vera átta stigum eftirá í þýsku titilbaráttunni, þá er liðið dottið úr leik í þýska bikarnum og einu marki undir í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Þetta gæti orðið í fyrsta sinn í 12 ár sem Bayern mistekst að vinna titil á keppnistímabilinu.
Athugasemdir