Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   þri 18. febrúar 2025 08:50
Elvar Geir Magnússon
Aþenu
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
TIlfinningar á æfingu Víkings í gær þegar Danijel Djuric var kvaddur.
TIlfinningar á æfingu Víkings í gær þegar Danijel Djuric var kvaddur.
Mynd: Víkingur
Ari Sigurpálsson á æfingunni.
Ari Sigurpálsson á æfingunni.
Mynd: Víkingur
Ari í fyrri leiknum í Helsinki.
Ari í fyrri leiknum í Helsinki.
Mynd: Víkingur
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Það var hjartnæm stund eftir æfingu Víkings í Aþenu í gær þegar Danijel Djuric var kvaddur en hann er farinn á vit ævintýranna í Króatíu. Það var gluggadagur í Króatíu í gær og Danijel var seldur til Istra.

Ari Sigurpálsson segir það erfitt að kveðja vin sinn en telur að hann muni slá í gegn í króatíska boltanum.

„Það er rosalega erfitt, í miðju Evrópuverkefni. Við erum mikið saman, höfum verið saman í yngri landsliðum og þekkst síðan við vorum litlir. Það er rosalega erfitt að kveðja hann og hefði verið geggjað ef hann hefði náð seinni leiknum," segir Ari.

„Ég veit að honum mun ganga rosalega vel þarna. Hann kann tungumálið og ég held að þetta sé frábært skref fyrir hann."

Ari gæti sjálfur verið næsti Víkingur til að vera seldur en það er mikill áhugi á honum frá félögum í Skandinavíu. Stuðningsmenn Víkings þurfa þó ekki að óttast að Ari verði líka seldur fyrir seinni leikinn gegn Panathinaikos á fimmtudaginn.

„Nei ég get alveg staðfest það að ég verð ekki farinn," segir Ari brosandi eftir spurningu blaðamanns.

Sverrir er geggjaður varnarmaður
Víkingur fer með 2-1 forystu í seinni leikinn gegn Panathinaikos en búast má við því að gríska liðið mæti enn gíraðra til leiks á fimmtudaginn.

„Það sem við settum upp virkaði," segir Ari um fyrri leikinn. „Spiluðum góðan varnarleik, beittum góðum skyndisóknum og vorum hættulegir. Við ætlum að reyna að komast áfram og vonandi verða næstu 90 mínútur góðar líka."

Landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason er meðal leikmanna Panathinaikos. Hvernig fannst Ara að mæta Sverri og félögum í vörn gríska liðsins?

„Brown og Sverrir eru báðir líkamlega sterkir og hraðir. Mér fannst við í smá basli í uppspilinu. Mér fannst geggjað að mæta Sverri og maður sá það að hann er geggjaður varnarmaður."

„Markmiðið í fyrri leiknum var að fara með góð úrslit í þann seinni. Það heppnaðist. Það verður örugglega rosaleg stemning á vellinum. Panathinaikos menn yrðu ekki sáttir við að detta út gegn íslensku félagi. Það er miklu meiri pressa á þeim en okkur."

Gæti hugsað sér að búa í Aþenu
Víkingar fóru yfir til Aþenu strax á föstudaginn og hafa því haft góðan tíma milli funda og æfinga til að skoða borgina. Ari er virkilega hrifinn af Aþenu.

„Við erum búnir að vera duglegir að skoða borgina og labba um. Mér lýst rosalega vel á hana. Það er örugglega geggjað að búa hérna. Sverrir hlýtur að vera í toppmálum hérna. Það er fallegt og búið að vera gott veður," segir Ari.
Athugasemdir
banner