Gylfi Þór Sigurðsson er genginn í raðir Víkings en því miður geta Víkingar ekki notað hann í þeim Evrópuleikjum sem þeir eiga eftir á þessu tímabili.
Víkingur mætir Panathinaikos á fimmtudaginn í seinni viðureign liðanna. Víkingur er með 2-1 forystu eftir fyrri leikinn.
Víkingur mætir Panathinaikos á fimmtudaginn í seinni viðureign liðanna. Víkingur er með 2-1 forystu eftir fyrri leikinn.
Sigurliðið mun mæta Fiorentina eða Rapid Vín í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. Ekki er mögulegt að bæta Gylfa í leikmannahóp Víkings fyrir einvígið ef liðið kemst áfram.
Á dögunum þurfti að skila inn leikmannahóp fyrir Evrópukeppnina út tímabilið og sá hópur er alveg lokaður. Þó Danijel Djuric hafi verið seldur er ekki hægt að bæta Gylfa við.
Hann verður því ekki löglegur á fimmtudag né í komandi leiki ef Víkingur kemst áfram.
Athugasemdir