Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 18. mars 2020 14:30
Magnús Már Einarsson
Barnes sér möguleika á að afskrifa næsta tímabil
John Barnes og Frímann Ægir Frímannsson.
John Barnes og Frímann Ægir Frímannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
John Barnes, fyrrum leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, segir að það sé mikilvægt að klára núverandi tímabil þegar kórónuveiran fer að hafa minni áhrif á enskt samfélag.

Barnes segir að skoða verði þann möguleika að sleppa næsta tímabili og klára núverandi tímabil ef að veiran heldur áfram að trufla næstu mánuðina.

„Þú verður að klára deildirnar, ekki bara út frá sjónarhorni Liverpool heldur út frá sjónarhorni allra liða í landinu," sagði Barnes.

„Við erum að tala um lið sem fara upp og niður um deildir í öllum deildum. Ef það er hægt þá þarf að fresta deildum. Þú þarft ekki að drífa þær aftur af stað, kannski getur þú frekar afskrifað næsta tímabil."

„Við vitum ekki hvað gerist 3. apríl (þegar deildarkeppnin á að hefjast á ný) og kannski verður ennþá frekari frestun."

„Ef við byrjum í júlí eða ágúst þá verðum við að klára leikina sem eru eftir. Jafnvel þó að það taki tíma þangað til í desember og það þýði að næsta tímabil verði afskrifað."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner