Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 18. mars 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gundogan notar tímann í Football Manager
Gundogan á sprettinum í leik með Man City.
Gundogan á sprettinum í leik með Man City.
Mynd: Getty Images
Metspilun er á tölvuleiknum Football Manager þessa dagana. Kórónaveiran hefur þau áhrif að margir eru í sóttkví eða hafa hægt um sig og tölvuleikir eru nú vinsæl afþreying.

Football Manager snýst um það að setja sig í spor knattspyrnustjóra. Þú velur fótboltafélag og átt að stýra því félagi eftir bestu getu. Þú velur liðið, sérð um æfingar og leikmannakaup.

Ilkay Gundogan, miðjumaður Manchester City, deilir því á samfélagsmiðlum að hann leiki sér nú í Football Manager. Hann hvetur fólk til að vera heima hjá sér.

„Þegar þú getur ekki farið út á völlinn með liðsfélögunum... þá er kominn tími á Football Manager," skrifar Gundogan á Twitter og birtir mynd með.

Football Manager er vinsæll hjá mörgum fótboltamönnum. Antoine Griezmann, leikmaður Barcelona, er til dæmis mikill aðdáandi og spilar leikinn reglulega.

Vegna kórónuveirunnar hefur hlé verið gert á ensku úrvalsdeildinni, og öðrum deildum, fram í apríl að minnsta kosti.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner