Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 18. mars 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Alda Ólafsdóttir (Afturelding)
Faðmar Guðrúnu Elísabetu
Faðmar Guðrúnu Elísabetu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís besti andstæðingurinn og Ingibjörg óþolandi sterk
Glódís besti andstæðingurinn og Ingibjörg óþolandi sterk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Myndi vilja fá Murr frá Tindastóli
Myndi vilja fá Murr frá Tindastóli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragna Guðrún Guðmundsdóttir
Ragna Guðrún Guðmundsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elena Brynjarsdóttir dansari
Elena Brynjarsdóttir dansari
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Alda er sóknarkona sem uppalin er í FH en hefur einnig leikið með ÍR og núverandi félagi, Aftureldingu, á sínum ferli. Hún hefur skorað 29 mörk í 96 leikjum í deild og bikar.

Hún tók sér hlé frá fótbolta árið 2019 en kom til baka í fyrra og skoraði sjö mörk í sautján leikjum. Alda lék á sínum tíma sex unglingalandsleiki og sýnir í dag á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Alda Ólafsdóttir

Gælunafn: Stundum kölluð Ronalda og Aldinho í FH

Aldur: 24

Hjúskaparstaða: í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Fyrsti í Íslandsmóti var allavega 2013

Uppáhalds drykkur: Vatnið alltaf best

Uppáhalds matsölustaður: Fer oftast á XO

Hvernig bíl áttu: Toyota Yaris

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Grey’s Anatomy og svo verður Friends líka alltaf uppáhalds

Uppáhalds tónlistarmaður: Ed Sheeran og Bubbi Morthens

Uppáhalds hlaðvarp: Snorri Björns

Fyndnasti Íslendingurinn: Held alltaf með Ladda frænda

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Gamli ísinn með bláberjum, þrist, lúxusdýfu og hockey pulver

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Ok – frá pabba

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Aldrei segja aldrei

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Glódís Perla

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Ætla að gefa Grétu yngriflokka þjálfara þannan titil

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Fannst Ingibjörg Sig alltaf óþolandi sterk

Sætasti sigurinn: Komast upp í Pepsi 2015

Mestu vonbrigðin: Bara meiðslin sem maður hefur lent í

Uppáhalds lið í enska: Núna er það eiginlega Liverpool en það var Chelsea áður fyrr

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Murielle Tiernan er öflug

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Karólína Lea, ef hún kallast efnileg ennþá

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi:

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Elín Metta

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Ætla að tippa á Lilju kjúlla

Uppáhalds staður á Íslandi: Kjósin

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Dettur ekkert í hug

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei bara svipaða rútínu

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já Crossfit, handbolta og svo elska ég að horfa á frjálsíþróttakeppnir í sjónvarpinu og líka allt á Ólympíuleikunum

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas Predator

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Líklegast eðlisfræði

Vandræðalegasta augnablik: Man bara eftir gömlu þegar ég var á pæjumótinu á Sigló og ég ruglaðist eitthvað, brunaði upp völlinn, skaut og skoraði og fattaði svo að þetta var mitt eigið mark

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Úr Aftureldingarliðinu myndi ég taka Sessó því hún er hörkutól og það kæmi sér vel, Elenu því hún myndi dansa allan tímann og Andreu því hún er klár og myndi finna leið heim

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Var komin í góðan gír í Crossfit fyrir svona einu og hálfu ári og gat labbað helvíti langt á höndum sem er afrek fyrir mig með engan fimleikagrunn. Veit ekki hver staðan er á því í dag samt

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Kom mér á óvart hvað Ragna Guðrún er með fáránlega góða tækni

Hverju laugstu síðast: Að ég hafi vaknað fyrr en ég gerði

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Sprettir en fínt þegar það er búið

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Ellen Pompeo hvort að Meredith Grey í Grey’s Anatomy muni lifa af Covid
Athugasemdir
banner
banner