Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 18. mars 2021 15:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jón Dagur með fyrirliðabandið í Ungverjalandi
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur Þorsteinsson verður fyrirliði U21 landsliðsins í riðlakeppni Evrópumótsins í næstu viku.

Ísland er í riðli með Rússlandi, Danmörku og Frakklandi á mótinu en riðlakeppnin verður leikin í næstu viku. Tvö efstu lið riðilsins fara áfram í 8-liða úrslit sem fara fram næsta sumar.

Jón Dagur var fyrirliði liðsins í undankeppninni og hann verður áfram með bandið í lokakeppninni.

Alfons Sampsted, varafyrirliði liðsins, fer með A-landsliðinu í þrjá leiki í undankeppni HM.

Alfons var í viðtali á Fótbolta.net í gær þar sem hann ræddi um Jón Dag. „Hann er bæði frábær leikmaður og mjög góður innan hópsins. Hann er þannig karakter að hann er ótrúlega skemmtilegur út á við, grínast og skemmtilegt að vera í kringum hann. Ég skil alveg að einhverjir geta haft ákveðna skoðun á honum horfandi á utan frá. Ég upplifi hann sem mjög stóran karakter, drífir liðið áfram og frábær leikmaður að hafa með í UngverjalandI," sagði Alfons meðal annars og bætti við:

„Um leið og á hólminn er komið er hann klár. Hann er fyrsti maðurinn sem þú tekur með þér inn í slag."

Sjá einnig:
„Hann er fyrsti maðurinn sem þú tekur með þér inn í slag"
Athugasemdir
banner
banner