Jose Mourinho var ekki sá ánægðasti í kvöld eftir leik Tottenham og Dinamo Zagreb í Evrópudeildinni.
Jose Mourinho var ekki sá ánægðasti í kvöld eftir leik Tottenham og Dinamo Zagreb í Evrópudeildinni.
Það er skiljanlegt en Tottenham tapaði 3-0 í Króatíu og er úr leik eftir samanlagt tap, 3-2.
Mourinho ræddi lengi við BT Sport eftir leikinn í kvöld og þar komu upp hin ýmis umræðuefni.
Portúgalinn gagnrýndi til að mynda hugarfar eigin leikmann og fór hann einnig inn í búningsklefa Zagreb til að óska liðinu til hamingju.
Tottenham vann fyrri leikinn 2-0 í London og er því ansi erfitt fyrir marga að kyngja þessum úrslitum.
Viðtalið við Mourinho má heyra í heild sinni hér.
You 𝗻𝗲𝗲𝗱 to listen to his Jose Mourinho interview 😳
— Football on BT Sport (@btsportfootball) March 18, 2021
He wears his heart on his sleeve as he looks at a horrible night for the club... pic.twitter.com/Wwi2THhPBH
Athugasemdir