Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
banner
   þri 18. mars 2025 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Gattuso hraunaði yfir sparkspeking í beinni: Þú ert vond manneskja og ég ber enga virðingu fyrir þér
Mynd: EPA
Gennaro Ivan Gattuso er mjög ástríðufullur maður sem lætur oft skapið far í gönurnar á sér en hann bauð upp á reiðiskast í beinni útsendingu í króatíska sjónvarpinu um helgina.

Gattuso er þjálfari Hajduk Split í Króatíu en forsaga málsins er þannig að Split hefur verið að eiga erfitt tímabil og ekki spilað fallegasta fótboltann.

Josko Jelecic, fyrrum leikmaður Hajduk, er sá sem hefur verið hvað mestan hávaða þegar það kemur að gagnrýni í garð Gattuso og liðsins.

Jelecic hefur talað niðrandi um frammistöðuna og verið í hálfgerðri æsifréttamennsku til að búa til gott sjónvarp sem hefur farið í taugarnar á Gattuso og lét hann allt flakka þegar hann mætti í viðtal eftir 3-0 tapið gegn Rijeka um helgina.

„Ég ætla ekki gefa þér nein svör því þú talar of mikið. Þú spilaðir einu sinni fótbolta, skilur þetta og þekkir stöðuna afar vel, en samt talaðir þú alltaf neikvætt um liðið. Ég ber enga virðingu fyrir þér og hef engan áhuga á að tala við þig,“ sagði Gattuso við Jelecic sem svaraði fyrir sig.

„Þið spiluðu ótrúlega illa. Þú ert útlendingur og verður því að virða fólkið hér.“

Gattuso lýsti þá yfir því að þetta væri í síðasta sinn sem hann mætir í viðtal hjá þessari sjónvarpsstöð ef Jelecic verður í settinu.

„Þetta er í síðasta sinn sem ég kem hingað ef þú ert á svæðinu. Ég mun ekki tala aftur við þig því þú ert vond manneskja,“ sagði Gattuso áður en hann strunsaði úr viðtalinu.

Ítalinn er einn af bestu varnarsinnuðu miðjumönnum í sögu ítalska boltans og vann ótalmarga titla með AC Milan áður en hann hélt í þjálfun. Hajduk er níunda félagið sem hann stýrir á þjálfaraferlinum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner