Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   þri 18. mars 2025 09:00
Brynjar Ingi Erluson
„Glódís er ótrúlega mikilvægur leikmaður fyrir okkur og vonandi getur hún spilað“
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Alexander Straus, þjálfari Bayern München í Þýskalandi, heldur í vonina um að Glódís Perla Viggósdóttir geti spilað gegn Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Glódís sneri aftur á völlinn um helgina eftir að hafa glímt við meiðsli í hné en hún fór af velli snemma í síðari hálfleik.

Landsliðsfyrirliðinn fékk höfuðhögg í leiknum en það var ekki ástæða þess að hún var tekin af velli. Straus segir að Glódís hafi fundið fyrir einhverjum sársauka og vildi hann því fyrirbyggja frekari meiðsli.

„Það hafði ekkert með einhvern svima að gera. Hún fann fyrir einhverju í hálfleik en ég reyndi samt að láta hana spila áfram. Þegar nokkrar mínútur voru liðnar af síðari hálfleik ákváðum við að skipta henni af velli því við vildum ekki taka áhættu,“ sagði Straus við DAZN.

Straus er að vonast til að hún verði klár þegar Bayern tekur á móti sigursælasta liði Meistaradeildarinnar í kvöld.

„Ég vona að hún geti spilað gegn Lyon, en við munum ekki taka neinar áhættur. Hún er ótrúlega mikilvægur leikmaður fyrir okkur, þannig sjáum til,“ sagði Straus í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner