Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   þri 18. mars 2025 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Þjálfari Arnórs: Hann lítur fáránlega vel út
Arnór Sigurðsson
Arnór Sigurðsson
Mynd: Malmö
Stutt er í endurkomu Arnórs Sigurðssonar, leikmanns Malmö í Svíþjóð, en þetta segir Henrik Rydström, þjálfari liðsins, í samtali við Fotbollskanalen.

Landsliðsmaðurinn hefur verið ótrúlega óheppinn með meiðsli síðasta árið en það er að sjá fyrir endann á því.

Arnór gekk í raðir Malmö frá Blackburn í síðasta mánuði og er nú þegar byrjaður að æfa á fullu.

Hann var tekinn með í undanúrslitaleik liðsins gegn Gautaborg í sænska bikarnum um helgina, en Rydström ákvað að hafa hann ekki á bekknum í þetta sinn.

„Arnór er klár í slaginn. Við höfðum hann í hópnum en ákváðum að setja hann ekki á bekkinn því við vildum að hann myndi æfa vel í tvær vikur.“

„Hann æfði í viku fyrir þennan leik og kannski ekki alveg af fullum krafti, en næstum því, Hugsunin er að hann keyrir allt á fullt í þessari viku og verð ég að segja að hann lítur fáránlega vel út.“

„Sem þjálfara þá klæjar manni í puttana að hafa hann í hópnum, en ég ákvað að taka ekki forskot á sæluna í sænska bikarnum. Ég valdi leiðina þar sem hann æfir mikið og að taka ekki leikmenn með sem eru tæpir. Við verðum að horfa til lengri tíma,“
sagði Rydström ennfremur.

Arnór gæti því spilað sinn fyrsta leik er Malmö mætir Djurgården í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar þann 29. mars.
Athugasemdir
banner
banner
banner