Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 18. apríl 2021 13:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alfons lagði upp, Adam Örn sneri aftur en Alex Þór fékk ekki sénsinn
Alfons
Alfons
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Þór
Alex Þór
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Emil Páls
Emil Páls
Mynd: Sarpsborg
Adam Örn Arnarson spilað í dag sinn fyrsta leik fyrir Tromsö frá því í ágúst í fyrra. Adam glímdi við þrálát meiðsli á síðasta tímabili en lék síðasta hálftímann í jafntefli gegn Noregsmeisturum Bodö/Glimt þegar liðin mættust í æfingarleik.

Alfons Sampsted er leikmaður Bodö og var hann í byrjunarliði liðsins í dag. Hann spilaði fyrstu 70 mínútur leiksins og lagði upp mark liðsins fyrir Ulrik Saltnes á 44. mínútu. Leikar enduðu 1-1 því Tromsö jafnaði á 80. mínútu.

Tromsö vann B-deildina í fyrra og leikur því í efstu deild á komandi leiktíð.

Emil Pálsson, leikmaður Sarpsborg, lék seinni hálfleikinn þegar Saprsborg gerði 2-2 jafntefli gegn Stabæk í dag.

Bodö, Tromsö, Stabæk og Sarpsborg hefja leik í norsku deildinni eftir þrjár vikur.

Í sænsku B-deildinni var Alex Þór Hauksson aftur ónotaður varamaður þegar lið hans, Östers, gerði 1-1 jafntefli gegn Landskrona í 2. umferð deildarinnar. Alex kom heldur ekki við sögu í fyrstu umferðinni.

Östers er með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar.


Adam Örn
Athugasemdir
banner
banner
banner