Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 18. apríl 2021 10:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrsta deildartap Bayern og Al Arabi tapaði í bikarnum
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Kvennalið Bayern Munchen hafði ekki tapað stigi í þýsku Bundesliga áður en liðið mætti Hoffenheim í gær. Bayern var með 51 stig eftir sautján leiki og eina tap liðsins á leiktíðinni hafði komið gegn Wolfsburg í þýska bikarnum á dögunum.

Liðið leiddi 2-0 á heimavelli í gær en á tíu mínútna kafla um miðbik seinni hálfleiks sneru gestirnir dæminu við og komust í 2-3. Þannig urðu lokatölur leiksins. Bayern er með fimm stiga forskot á Wolfsbug en Úlfynjurnar eiga leik í dag og geta minnkað forskotið í tvö stig. Hoffenheim er svo í þriðja sæti deildarinnar.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var ónotaður varamaður hjá Bayern í gær.

Í gær mætti Al Arabi liði Shamal í QFA bikarnum í Katar. Al Arabi komst í 2-0 á 29. mínútu en Shamal var búið að jafna fyrir hálfleik. Á 70. mínútu kom svo sigurmark Shamal.

QFA bikarinn er spilaður í fimm þriggja liða riðlum, tveimur fjögurra liða riðlum og þremur þriggja liða riðlum. Topplið riðlanna fara áfram í næstu umferð sem og tvö efstu liðin í 2. sæti.

Aron Einar Gunnarsson byrjaði á bekknum í gær en fréttaritara tókst ekki að finna út hvort hann kom inn á í lið Al Arabi. Heimir Hallgrímsson er þjálfari liðsins og þeir Freyr Alexandersson og Bjarki Már Ólafsson aðstoða hann.

Næsti skráði leikur liðsins er gegn Al-Sadd í undanúrslitaleik Emir bikarsins. Sá leikur fer fram 7. maí.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner