
Jakob Gunnar Sigurðsson átti frábæran leik þegar Þróttur lagði Völsung eftir framlengdan leik í Mjólkurbikarnum í dag. Jakob gekk til liðs við KR frá Völsungi í vetur en hann er á láni hjá Þrótti.
Lestu um leikinn: Völsungur 2 - 3 Þróttur R.
„Þetta var skrítið en mjög skemmtilegt. Alltaf geggjað að koma heim og geggjað að vinna," sagði Jakob Gunnar.
„Ég myndi aldrei láta mig detta, sérstaklega ekki á móti Völsungi. Ég fékk hendina í andlitið og datt," sagði Jakob Gunnar.
Jakob Gunnar jafnaði metin fyrir Þrótt undir lok leiksins og tryggði liðinu í framlengingu. Hann átti erfitt með að hemja tilfinningarnar gegn gömlu félögunum.
„Ég datt í smá ofpepp og öskraði 'jess' en ég fagnaði ekki og labbaði frá þessu," sagði Jakob Gunnar.
Athugasemdir