
„Það er fátt hægt að segja annað en að þetta KR lið er svolítið gott í fótbolta. Það verður að viðurkennast að þeir eru aðeins betri en við í fótbolta," sagði Hjörvar Ólafsson, þjálfari KV, með bros á vör eftir 7-1 tap.
„Við lögðum leikinn þannig upp að við myndum hafa gaman af þessu en ætluðum að veita þeim meiri mótspyrnu og eins og ég segi þá átti þetta ekki að fara svona en þeir eru bara betri í fótbolta, það bara verður að viðurkenna það."
„Við lögðum leikinn þannig upp að við myndum hafa gaman af þessu en ætluðum að veita þeim meiri mótspyrnu og eins og ég segi þá átti þetta ekki að fara svona en þeir eru bara betri í fótbolta, það bara verður að viðurkenna það."
Lestu um leikinn: KV 1 - 7 KR
Leikmenn KV fóru inn í klefa fimm mörkum undir og sagði Hjörvar að skilaboðin hafi einfaldlega verið þau að reyna að vinna seinni hálfleikinn.
„Við tókum bara Pollýönnuna á þetta. Sögðum bara að það væri 0-0 og ætluðum að vinna seinni hálfleikinn og vorum allavega sköminni skárri og náðum að setja mark.
„Seinni hálfleikur endaði 2-1 en þeir eru bara kvikari en við, sneggri en við og það er mjög erfitt að eiga við þá.
„Við erum beygðir í kvöld, það er aldrei gaman að tapa fótboltaleik 7-1 en það er bara næsti leikur á sunnudaginn fyrir austan, það verður erfiður leikur og það er ekkert annað í stöðunni en að mæta klárir í hann."
Athugasemdir