Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 18. júní 2021 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Að Englandi undanskildu, þá elskuðu allir Ísland"
Ashley Williams og Gylfi Þór Sigurðsson spiluðu saman hjá Swansea.
Ashley Williams og Gylfi Þór Sigurðsson spiluðu saman hjá Swansea.
Mynd: Getty Images
Ashley Williams, fyrrum fyrirliði Wales, hefur útskýrt það hvers vegna landslið Wales fagnaði sigri Íslands gegn Englandi á EM 2016 svo vel og innilega.

Landsliðshópur Wales fagnaði því vel þegar Ísland lagði England að velli í 16-liða úrslitunum á EM 2016. Enska þjóðin var ekki sátt með myndbandið.

Wales var með Englandi í riðli á mótinu og það var mikið skotið fram og til baka á blaðamannafundum á milli landsliðanna. Það hafi svo farið í taugarnar á leikmönnum Wales hvernig England fagnaði dramatísku sigurmarki sínu gegn þeim. „Gary Neville, sem var í þjálfarateymi þeirra, hljóp að hornfánanum," sagði Williams við Ladbrokes.

„Stærsta ástæðan fyrir því að við fögnuðum svona samt, var af því að þetta var Ísland. Hver elskaði ekki Ísland á þessu móti? Að Englandi undanskildu, þá elskuðu allir Ísland."

Williams segist ekki vita hvernig myndbandið lak út, en Wales kom mjög á óvart á því móti með því að komast í undanúrslit.

Wales er einnig á Evrópumótinu núna og er í góðum málum í sínum riðli þegar ein umferð er eftir.


Athugasemdir
banner
banner
banner