Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 18. júní 2021 23:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Fyrst vorum við mikið að öskra á hvorn annan, pirrast og rífast"
Var alltaf viss um að þetta gæti gerst
Bræðurnir Ísak og Sindri.
Bræðurnir Ísak og Sindri.
Mynd: Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bræðurnir Ísak Óli Ólafsson og Sindri Kristinn Ólafsson hafa spilað saman í liði Keflavíkur í upphafi móts. Það gerðu þeir einnig tímabilin 2017, 2018 og 2019. Ísak Óli er á leið til Danmörku og gengst undir læknisskoðun hjá Esberg um helgina. Hann verður því ekki meira með Keflavík í sumar.

Esbjerg er að kaupa Ísak frá SönderjyskE en Ísak var á láni hjá Keflavík frá SönderjyskE og átti að vera fram í ágúst. Ísak lék sinn fyrsta A-landsleik á dögunum þegar hann kom inn á gegn Mexíkó í maí.

Fótbolti.net heyrði í Sindra í dag og spurði hann út í bróður sinn.

„Esbjerg kom mjög óvænt upp en ég, sem hluti af innsta hring hjá honum, var alltaf viss um að þetta gæti gerst. Sérstaklega eftir þetta A-landsliðsval. Þetta er það sem maður vill honum, mér fannst ósanngjörn gagnrýni á hann að hann væri búinn að fá á sig svo mörg mörk en væri valinn í A-landsliðið," sagði Sindri.

„Hann var búinn að vera einn besti maðurinn okkar ef horft er í tölfræði og hvað hann var að vinna af bæði skallaboltum og einvígum. Hann er búinn að vera máttarstólpi í liðinu í þessa sex leiki sem hann hefur spilað og þetta er klárlega mikill missir að missa hann út."

Ísak fékk ekki mikið að spila hjá SönderjyskE. Hvernig er að sjá hann taka þetta skref?

„Mér finnst hann alltaf eiga heima í atvinnumennskunni og ég vil bara sjá hann þar. Í þessum sex leikjum sem hann spilaði með SönderjyskE þá var hann alltaf góður, gerði aldrei mistök og stóð sig vel. Ég vil sjá hann í 'action' núna.”

Voru mikið að öskra á hvorn annan, pirrast og rífast
Hvernig er að spila með Ísaki?

„Við spiluðum mikið saman 2017-2019 og eigum slatta af leikjum saman. Þetta hefur skánað, fyrst var þetta dálítið erfitt, við báðir ungir. Við erum báðir búnir að fullorðnast, náum vel saman og náum að setja fjölskylduböndin aðeins til hliðar á meðan leik stendur. Samstarfið hefur gengið vonum framar eftir að við aðeins fullorðnari.”

Hvað var svona erfitt?

„Fyrst vorum við mikið að öskra á hvorn annan, pirrast og rífast. Nú kunnum við betur á hvorn annan og erum komnir á þann stað að ræða hlutina eftir leik, hvað mætti betur fara. Hann getur sagt hreint út við mig ef ég átti að verja eitthvað og ég við hann ef hann átti að gera eitthvað betur. Við ræðum hlutina á málefnanlegum nótum.”

Veit að Arnar fílar Ísak
Stoltur af honum að hafa fengið þetta kall frá A-landsliðinu?

„Já, ég er ógeðslega stoltur af litla fyrir að hafa verið valinn. Ég veit að Arnar (Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari) fílar Ísak og hefur trú á honum. Ég geri það líka. Ég er stoltur af honum að fá þetta tækifæri, maður fékk sjálfur ekki þetta kall þegar maður var í U21, svona innkall í A-landsliðið. Hann á þetta skilið en er á sama tíma heppinn að fá þetta kall frá A-liðinu. Mér sýnist hann vera að nýta það ágætlega," sagði Sindri Kristinn um bróður sinn.

Markvörðurinn Sindri Kristinn á sjálfur 17 unglingalandsleiki að baki. Hann er þremur árum eldri en litli bróðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner