Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 18. júní 2021 09:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Simon Colina í Víking Ólafsvík (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ólafsvík er að styrkja sig fyrir átökin seinni hluta móts í Lengjudeildinni.

Tímabilið hefur ekki farið vel hingað til hjá Víkingum en þeir ætla sér ekki að falla úr deildinni.

Félagið hefur samið við spænska leikmanninn Simon Colina um að leika með liðinu út þetta tímabil.

Simon er 26 ára, teknískur og áræðinn miðjumaður, sem er alinn upp í unglingaakademíu Barcelona. Hann hefur komið víða við á ferli sínum og meðal annars spilað í Skotlandi, Póllandi og Noregi. Meðal félaga sem hann hefur spilað fyrir er norska liðið Sandnes Ulf sem spilar í næst efstu deild Noregs.

„Það gleður okkur mikið að Simon hafi ákveðið að semja við okkur enda er um að ræða ákaflega spennandi miðjumann sem á eftir að smellpassa inn í liðið okkar. Gæði hans munu klárlega koma til með að nýtast okkur í baráttunni sem er framundan,” segir Gunnar Einarsson, þjálfari liðsins, um leikmanninn.

Simon er væntanlegur til landsins eftir helgi og verður löglegur þegar glugginn opnar um mánaðarmót.

Á dögunum var sagt frá því að Ólsarar, sem sitja á botni Lengjudeildarinnar, hefðu samið við hollenskan miðvörð.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner