Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 18. júní 2021 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Southgate sagður gera tvær breytingar
Luke Shaw mun líklega koma inn í byrjunarlið Englands.
Luke Shaw mun líklega koma inn í byrjunarlið Englands.
Mynd: EPA
Það er nágrannaslagur af bestu gerð í kvöld þegar England og Skotlands mætast á Evrópumótinu.

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, er sagður ætla gera tvær breytingar á byrjunarliði sínu frá sigrinum gegn Króatíu í fyrstu umferð riðlakeppninnar.

Southgate byrjaði með tvo hægri bakverði gegn Króatíu, en hann mun skipta þeim Kyle Walker og Kieran Trippier út. Inn munu koma Luke Shaw í vinstri bakvörð og Reece James í hægri bakvörð.

Harry Maguire kveðst vera klár í slaginn en hann mun byrja á bekknum. Tyrone Mings heldur sæti sínu.

Hjá Skotum er Kieran Trippier klár í slaginn eftir að hafa misst af fyrsta leiknum gegn Tékklandi vegna meiðsla.

Leikurinn hefst klukkan 19:00 að íslenskum tíma.
Athugasemdir
banner
banner