Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   þri 18. júní 2024 17:08
Kári Snorrason
Byrjunarlið Fylkis og Vestra: Rúnar gerir tvær breytingar - Óbreytt hjá Vestra
Emil Ásmundsson byrjar á eftir
Emil Ásmundsson byrjar á eftir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð heldur liði sínu óbreyttu
Davíð heldur liði sínu óbreyttu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir og Vestri mætast í Bestu-deild karla rétt á eftir og má búast við hörkuleik. Leikurinn hefst 18:00 en búið er að tilkynna byrjunarliðin.

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  2 Vestri

Rúnar Páll þjálfari Fylkis gerir tvær breytingar frá síðasta deildarleik. Í byrjunarliðið koma þeir Sigurbergur Áki og Emil Ásmunds í stað Aron Snæs og Benedikts Daríusar sem er að koma til baka eftir meiðsli.

Vestri vann góðan 4-2 sigur á Stjörnunni í síðasta leik en Davíð Smári þjálfari Vestra heldur liði sínu óbreyttu frá þeim leik.

Byrjunarliðin má sjá í heild sinni hér að neðan.


Byrjunarlið Fylkir:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
2. Ásgeir Eyþórsson
5. Orri Sveinn Segatta
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
9. Matthias Præst Nielsen
11. Þórður Gunnar Hafþórsson
16. Emil Ásmundsson
18. Nikulás Val Gunnarsson
24. Sigurbergur Áki Jörundsson
27. Arnór Breki Ásþórsson
72. Orri Hrafn Kjartansson

Byrjunarlið Vestri:
30. William Eskelinen (m)
3. Elvar Baldvinsson
6. Ibrahima Balde
7. Vladimir Tufegdzic
13. Toby King
14. Johannes Selvén
19. Pétur Bjarnason
20. Jeppe Gertsen
21. Tarik Ibrahimagic
22. Elmar Atli Garðarsson
23. Silas Songani
Athugasemdir
banner
banner