Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   þri 18. júní 2024 19:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Einkunnir Tyrklands og Georgíu: Guler stóð upp úr
Mynd: EPA

Tyrkland vann Georgíu í fyrri leiknum í F-riðli á EM í dag. Arda Guler, leikmaður Real Madrid, var maður leiksins að mati Eurosport.


Guler, sem er 19 ára gamall, átti frábæran leik og fullkomnaði hann með stórkostlegu marki sem er eitt af mörkum mótsins til þessa. Hann fékk níu í einkunn hjá Eurosport en fjórir aðrir fengu átta í einkunn.

Georgía var að spila sinn fyrsta leik á stórmóti og Georges Mikautadze skoraði mark liðsins í 3-1 tapi í dag. Hann fær átta í einkunn eins og Giorgi Kochorashvili sem lagði upp markið.

Tyrkland: Gunok 7; Muldur 8, Akaydin 8, Bardakci 7, Kadioglu 8; Ayhan 8, Calhanoglu 7; Guler 9, Kokcu 7, Yildiz 7; Y?lmaz 7

Varamenn: Demiral 6, Celik 7, Yazici 6, Akturkoglu 7, Ozcan N/A

Georgía: Mamardashvili 7; Kverkvelia 6, Kashia 6, Dvali 6; Kakabadze 7, Mekvabishvili 7, Kochorashvili 8, Chakvetadze 6, Tsitaishvili 6; Kvaratskhelia 7, Mikautadze 8

Varamenn: Lochoshvili 6, Davitashvili 6, Zirzivadze N/A, Altunashvili N/A


Athugasemdir
banner
banner
banner