þri 18. júní 2024 10:09
Elvar Geir Magnússon
Nánast uppselt í stúkuna fyrir stórleik kvöldsins
Það verður partístuð á Hlíðarenda í kvöld.
Það verður partístuð á Hlíðarenda í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur leikur gegn Víkingi í kvöld og búast má við hörkuleik. Samkvæmt upplýsingum frá Val þá hefur miðasalan gengið vel og aðeins eru nokkur sæti laus í stúkunni, þá er nánast uppselt í VIP.

Leikurinn hefst klukkan 20:15 á Hlíðarenda. Víkingur er í efsta sæti með 25 stig, þremur stigum á undan Breiðabliki og fjórum stigum á undan Val.

Miðasöluna má finna á Stubb

Valsarar hita upp fyrir leikinn á 2. hæð í Valsheimilinu þar sem Danni Deluxe þeytir skífum. Fan Zone-ið hefst klukkan 18.

Á VIP-svæðinu verða léttar veitingar í boði og Ólafur Jóhannesson mun rýna í leikinn.

Stuðningsmenn Víkings munu hita upp í Fjósinu á Hlíðarenda frá klukkan 18:15. Þar mun Arnar Gunnlaugsson þjálfari líta við og skoða leikinn.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner