„Ég bjóst nú ekki við því að vera í liðinu, þetta kom bara skemmtilega á óvart," sagði Guðjón Baldvinsson nýjasti leikmaður Stjörnunnar eftir 1-1 jafntefli við ÍA í fjörugum leik í Garðabænum í dag.
Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 1 ÍA
„Ég upplifði mig frekar þreyttan miðað við það ástand sem ég sætti mig við, þetta var ágætt á kafla en ég hefði viljað nýta færið og verið aðeins skarpari þegar ég fékk boltann."
„Neinei eins og ég segi ég var kominn með krampa í fyrsta sinn á ævinni í lokin. Dóri tekur vítin eins og er og ég fer ekkert að vaða inn í byrjunarliðið með einhverja stæla," sagði Guðjón að lokum.
Athugasemdir