sun 18. júlí 2021 23:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Ýmir og Hörður í öðru og þriðja sæti eftir stórsigra
Ýmir skoraði sjö í kvöld.
Ýmir skoraði sjö í kvöld.
Mynd: Ýmir
Það fóru tveir leikir fram í ástríðunni í 4. deildinni í kvöld og voru leikirnir báðir í C-riðlinum.

Ýmir og Hörður frá Ísafirði skelltu sér upp í annað og þriðja sæti riðilsins með góðum sigrum.

Hörður gerði gríðarlega góða ferð á Fjölnisvöll þar sem þeir mættu Birninum. Það var blásið til veislu í seinni hálfleik eftir rólegan fyrri hálfleik. Björninn tók forystuna en Hörður svaraði því vel og voru komnir í 1-2 stuttu síðar.

Leikurinn endaði með 1-5 sigri Harðar sem situr í þriðja sæti með 25 stig eftir 11 leiki. Björninn er í fimmta sæti með 15 stig.

Þá valtaði Ýmir yfir Reyni frá Hellissandi, 7-0, í Kórnum. Ýmir heufr skorað 51 mark í riðlinum og það má alltaf búast við mörkum frá þeim. Staðan var 4-0 í hálfleik og bættu heimamenn við þremur til viðbótar í seinni hálfleik. Reynir er í sjötta sæti riðilsins með átta stig eftir 11 leiki spilaða.

Björninn 1 - 5 Hörður Í.
1-0 Stefán Ingi Gunnarsson ('53)
1-1 Einar Óli Guðmundsson ('58)
1-2 Felix Rein Grétarsson ('59)
1-3 Guðmundur Páll Einarsson ('78)
1-4 Sigurður Arnar Hannesson ('83)
1-5 Sigurður Arnar Hannesson ('91)
Rautt spjald: Jóhann Ingi Þórðarson, Hörður Í. ('78)

Ýmir 7 - 0 Reynir H
1-0 Eiður Gauti Sæbjörnsson ('20)
2-0 Jón Kristinn Ingason ('25)
3-0 Emil Skorri Þ. Brynjólfsson ('36)
4-0 Eiður Gauti Sæbjörnsson ('42)
5-0 Emil Skorri Þ. Brynjólfsson ('46)
6-0 Valdimar Ármann Sigurðsson ('56)
7-0 Guðmundur Axel Blöndal ('90)
Athugasemdir
banner
banner
banner