Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 18. júlí 2022 08:30
Elvar Geir Magnússon
Rotherham
Harry Kane er draumaleikmaður Bæjara
Powerade
Sóknarmaðurinn Harry Kane.
Sóknarmaðurinn Harry Kane.
Mynd: EPA
Jules Kounde er fastagestur í slúðurpakkanum.
Jules Kounde er fastagestur í slúðurpakkanum.
Mynd: Getty Images
Marc Cucurella.
Marc Cucurella.
Mynd: Getty Images
Mánudagsslúðrið: Kane, De Jong, De Ligt, Kounde, Depay, Broja og fleiri koma við sögu. BBC tók saman það helsta úr ensku götublöðunum og víðar.

Oliver Kahn, framkvæmdastjóri Bayern München, hefur lýst Harry Kane (28) sóknarmanni Tottenham sem algjörum toppsóknarmanni og draumaleikmanni eftir að Bæjarar samþykktu að selja Robert Lewandowski (33) til Barcelona. (Bild)

Lewandowski hefur hitt nýja liðsfélaga sína í Barcelona á ströndinni í Flórída eftir að hafa klárað læknisskoðun til að ganga frá 42,5 milljóna punda skiptum til Bayern München. (Mail)

Barcelona vill fá franska varnarmanninn Jules Kounde (23) frá Sevilla en hann hefur einnig verið orðaður við Chelsea. (Marca)

Chelsea er í bílstjórasætinu í baráttunni um Kounde þar sem Barcelona leggur áherslu á að fá Marcos Alonso (31) og Cesar Azpolicueta (32). (Mirror)

Frenkie de Jong (25), miðjumaður Barcelona, vill ekki fara til Manchester United eða í ensku úrvalsdeildina en myndi skoða það að fara til Þýskalandsmeistara Bayern München. (Sport)

Bayern München hefur lagt fram nýtt tilboð upp á 59,5 milljónir punda og mögulegri hækkun um 8,5 milljónir í viðbót í hollenska miðvörðinn Matthijs de Ligt (22) hjá Juventus. Viðræður milli félagana eru á lokastigi. (Goal)

Tottenham er tilbúið að borga 14,4 milljónir punda fyrir hollenska framherjann Memphis Depay (28) hjá Barcelona en spænska félagið vill fá 17 milljónir. Þá vill Memphis helst ekki fara frá Nývangi. (Sport)

Stjórn Barcelona hefur fundað með Memphis til að fá það á hreint hvort hann vilji vera áfram eða fara annað. (Fabrizio Romano)

Manchester City leggur aukinn þunga í að fá spænska bakvörðinn Marc Cucurella (23) frá Brighton í staðinn fyrir úkraínska varnarmanninn Olekandr Zinchenko (25) sem er sterklega orðaður við Arsenal. (Sun)

Cristiano Ronaldo (37) blæs á kjaftasögur um að hann sé á leið aftur til Sporting Lissabon á lánssamningi. (Sun)

West Ham hefur gert tilboð í Jordan Torunarigha (24), þýskan varnarmann hjá Hertha Berlín. Belgíska félagið Gent gerði einnig tilboð í hann en þar var hann á láni síðasta tímabil. (Voetbal Nieuws)

Albanski sóknarmaðurinn Armando Broja (20) mun vera lánaður frá Chelsea til West Ham. Hamrarnir vildu kaupa leikmanninn en bláliðar voru tregir til að selja. Broja lék á láni hjá Southampton á síðasta tímabili. (Mail)

Enski miðvörðurinn Levi Colwill (19) mun skoða það að yfirgefa Chelsea ef félagið kaupir fleiri varnarmenn í sumar. (Athletic)

Portsmouth, Hibernian og Motherwell vilja öll fá Terell Thomas (26) á frjálsri sölu eftir að varnarmaðurinn var látinn fara frá Reading. (Hampshire Live)
Athugasemdir
banner
banner
banner