Ítalska félagið Napoli er að ganga frá kaupum á spænska vængmanninum Gerard Deulofeu frá Udinese.
Deulofeu, sem er 28 ára gamall, hefur verið á mála hjá Udinese síðustu tvö tímabil.
Hann kom fyrst til félagsins á láni frá Watford eftir að liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni, en gerði skiptin varanleg hálfu ári síðar og skrifaði þá undir þriggja ára og hálfs árs samning.
Spánverjinn átti afar gott tímabil með Udinese á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 13 mörk í 34 leikjum.
Deulofeu mun nú ganga í raðir Napoli og skrifa undir samning til næstu fjögurra ára.
Honum er ætlað að leysa Lorenzo Insigne af hólmi, sem gekk í raðir Toronto FC í Kanada.
Athugasemdir