Bruce Mwape stýrir kvennalandsliði Sambíu á Ólympíuleikunum í Frakklandi, þó hann sé undir rannsókn FIFA vegna ásakana um kynferðisbrot gagnvart leikmönnum.
Hann fékk vegabréfsáritun þrátt fyrir rannsóknina en er samt bannað að vera í nánum samskiptum við leikmenn. Þá má hann ekki eiga einkasamtöl við leikmann nema í opnu rými með öðrum viðstöddum.
Hann fékk vegabréfsáritun þrátt fyrir rannsóknina en er samt bannað að vera í nánum samskiptum við leikmenn. Þá má hann ekki eiga einkasamtöl við leikmann nema í opnu rými með öðrum viðstöddum.
Mwape er sakaður um kynferðislega áreitni á æfingu liðsins á HM kvenna á síðasta ári, þegar hann strauk höndunum um brjóst leikmanns síns.
Mwape hefur verið þjálfari kvennalandsliðs Sambíu síðan 2018 en í fyrra var hann einnig sakaður um kynferðislega áreitni en þær ásakanir komu fram á samfélagsmiðlum.
Þá hefur Guardian eftir leikmanni liðsins, sem ekki vildi koma fram undir nafni, að ef Mwape vilji sofa hjá einhverjum leikmanni þá verði að segja já. Leikmönnum sé hótað til að þær segi ekki frá því sem er í gangi.
„Það er talið eðlilegt að þjálfarinn sofi hjá leikmönnum í okkar liði," sagði leikmaðurinn.
Athugasemdir