sun 18. ágúst 2019 17:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Leicester gerði jafntefli gegn Chelsea
Mason Mount skoraði fyrir Chelsea.
Mason Mount skoraði fyrir Chelsea.
Mynd: Getty Images
Ndidi bætti upp fyrir mistök sín.
Ndidi bætti upp fyrir mistök sín.
Mynd: Getty Images
Lampard á enn eftir að vinna keppnisleik sem stjóri Chelsea.
Lampard á enn eftir að vinna keppnisleik sem stjóri Chelsea.
Mynd: Getty Images
Chelsea 1 - 1 Leicester City
1-0 Mason Mount ('7 )
1-1 Wilfred Ndidi ('67 )

Chelsea og Leicester áttust við í seinni leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Þriðji keppnisleikur Frank Lampard sem stjóri Chelsea, en fyrstu tveir leikirnir höfðu tapast; 4-0 gegn Manchester United og í vítaspyrnukeppni gegn Liverpool í Ofurbikar Evrópu.

Chelsea byrjaði leikinn í dag frábærlega og komst yfir eftir sjö mínútur þegar Mason Mount skoraði. Þessi efnilegi strákur að upplifa eitthvað sem hann mun seint gleyma, hans fyrsta mark á Stamford Bridge í keppnisleik með aðalliði Chelsea.

Mount er tvítugur. Hann var í láni hjá Derby í Championship-deildinni í fyrra þar sem hann lék undir stjórn Frank Lampard.

Chelsea byrjaði leikinn vel, en eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn komst Leicester meira inn í leikinn. Staðan var 1-0 að loknum fyrri hálfleik.

Í seinni hálfleiknum lá jöfnunarmarkið í loftinu og það kom á 67. mínútu þegar miðjumaðurinn öflugi Wilfred Ndidi jafnaði. Hann var aleinn í teignum eftir hornspyrnu og skoraði auðvelt mark. Ndidi gerði mistök í marki Chelsea, en hann bætti upp fyrir það þarna.

Leicester átti markið skilið. James Maddison fékk gott færi stuttu síðar, en hann setti boltann yfir markið. Leicester var mikið sterkari aðilinn í síðarið hálfleik.

Hvorugt liðið náði að skora sigurmarkið og lokatölur á Brúnni því 1-1 jafntefli. Chelsea með eitt stig og Leicester með tvö stig. Leicester gerði jafntefli gegn Úlfunum í 1. umferð.

Á morgun klárast 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar með leik Manchester United gegn Úlfunum.

Sjá einnig:
England: Sheffield United lagði Crystal Palace
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner