Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 18. ágúst 2019 16:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Inkasso-kvenna: Murielle með tvö í sigri Tindastóls
Murielle skoraði tvö og er hún núna markahæst í deildinni með 17 mörk í 13 leikjum.
Murielle skoraði tvö og er hún núna markahæst í deildinni með 17 mörk í 13 leikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tindastóll 3 - 1 Augnablik
1-0 Laufey Harpa Halldórsdóttir ('39)
2-0 Murielle Tiernan ('50)
3-0 Murielle Tiernan ('65)
3-1 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('74)

Tindastóll hafði betur gegn Augnabliki þegar liðin mættust í fyrsta leik 14. umferðar Inkasso-deildar kvenna í dag. Leikurinn fór fram á Sauðárkróki.

Það var Laufey Harpa Halldórsdóttir sem gerði fyrsta mark leiksins er hún kom Stólunum yfir rétt fyrir leikhlé.

Murielle Tiernan hefur verið frábær í sumar og hún skoraði tvö mörk til að gera út af við leikinn á fyrstu 20 mínútunum í seinni hálfleik. Hin 14 ára gamla Vigdís Lilja Kristjánsdóttir minnkaði muninn fyrir Augnablik á 74. mínútu, en það var of lítið, of seint.

Þess má geta að Murielle er núna markahæst í deildinni með 17 mörk í 13 leikjum.

Sjá einnig:
Best í fyrri hluta Inkasso: Ferðaðist á undirbúningstímabilinu

Tindastóll er í þriðja sæti deildarinnar með 25 stig, sjö stigum frá FH í öðru sæti. FH og Þróttur R. stefna upp í Pepsi Max-deildina. Augnablik er í áttunda sæti með 14 stig.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner