Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 18. ágúst 2019 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lampard vann ekki fyrsta heimaleikinn - Avram Grant sá síðasti
Mynd: Getty Images
Frank Lampard stýrði sínum fyrsta heimaleik sem stjóri Chelsea í dag þegar liðið gerði jafntefli gegn Leicester.

Chelsea er með eitt stig eftir fyrstu tvo leikina í deildinni eftir 4-0 tap gegn Manchester United í fyrsta deildarleiknum. Chelsea tapaði þá í vítaspyrnukeppni gegn Liverpool í leiknum um Ofurbikar Evrópu í miðri síðustu viku.

Lampard er fyrsti stjóri Chelsea, sem hefur verið ráðinn til frambúðar, sem vinnur ekki sinn fyrsta heimaleik með liðið síðan Avram Grant gerði það 2007.

Það tímabil endaði Chelsea þó í öðru sæti deildarinnar, ef það er einhver huggun fyrir Lampard.


Athugasemdir
banner
banner
banner