Stefán Gíslason hættir sem þjálfari Hauka eftir leikinn gegn Selfossi í lokaumferð Inkasso-deildarinnar næstkomandi laugardag.
Þetta staðfesti Ágúst Sindri Karlsson, formaður knattspyrnudeildar Hauka, í samtali við Fótbolta.net í dag.
Þetta staðfesti Ágúst Sindri Karlsson, formaður knattspyrnudeildar Hauka, í samtali við Fótbolta.net í dag.
„Þetta var allt gert í mjög góðu. Hann óskaði sjálfur eftir þessu þar sem það er mikið að gera hjá honum. Ef hann hefði ekki beðið um þetta sjálfur þá stóð ekki annað til en að hann yrði áfram," sagði Ágúst við Fótbolta.net.
Stefán, sem er fyrrum landsliðs og atvinnumaður, tók við Haukum síðastliðið haust af Luka Kostic. Stefán hafði áður þjálfað yngri flokka hjá Breiðabliki.
Undir hans stjórn náðu Haukar að blanda sér í baráttuna í efri hluta deildarinnar síðari hluta sumars.
Eftir tvö 6-0 töp í röð er liðið hins vegar í 6. sæti fyrir lokaumferð deildarinnar á sunnudag.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir