Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mið 18. september 2019 19:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gary Martin um gullskóinn: Verð að reyna að ná honum
Gary í leik með ÍBV.
Gary í leik með ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður eins og ég hafi verið að spila fimm leiki," sagði Gary Martin, framherji ÍBV, í viðtali eftir 6-4 tap gegn FH í Pepsi Max-deildinni í dag.

Lestu um leikinn: FH 6 -  4 ÍBV

„Undirbúningurinn var erfiður. Ég veit að þetta er afsökun, en bátsferðin var þrír tímar og ekki góð. Við borðuðum stuttu fyrir leikinn. Þetta hefði getað verið öðruvísi, þeir hefðu getað skorað meira. En við sýndum karakter og komum til baka," sagði Gary og hrósaði Róberti Aroni Eysteinssyni, sem kom inn á í stöðunni 6-1.

„Hann var ótrúlegur, ungi strákurinn. Hann kom inn á í stöðunni 6-1 og breytti leiknum. Hann á skilið klapp á bakið."

„Ég mun alltaf skora mörk, í hvaða liði sem er. Það sást eftir annað markið að ég var hungraður í meira. Ég er ánægður, þrenna er þrenna. Við erum fallnir og úrslitin skipta í raun og veru ekki máli, við viljum samt augljóslega ekki tapa risastórt. Fyrir mig persónulega er gott að ná þrennunni."

Gary er núna orðinn næst markahæstur í deildinni þegar tvær umferðir eru eftir. Hann er með 11 mörk, en markahæstur er Thomas Mikkelsen, Breiðabliki, með 12 mörk. Gary ætlar sér gullskóinn.

„Ég verð að reyna að ná honum. Ég vildi fá bronsskóinn að minnsta kosti því þá hef ég fengið þá alla, gull, silfur og brons. Ef ég vinn gullskóinn þá er það ekki sanngjarnt gagnvart hinum strákunum sem hafa verið hér allt tímabilið. Ég skora alltaf mörk í september og ef ég verð á meðal þriggja markahæstu þá verð ég mjög ánægður."

„Ég hef lagt mikið á mig andlega að komast á þann stað sem ég er núna. Ég reyni að ná gullskónum," sagði Gary Martin.

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner