Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   mið 18. september 2019 19:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gary Martin um gullskóinn: Verð að reyna að ná honum
Gary í leik með ÍBV.
Gary í leik með ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður eins og ég hafi verið að spila fimm leiki," sagði Gary Martin, framherji ÍBV, í viðtali eftir 6-4 tap gegn FH í Pepsi Max-deildinni í dag.

Lestu um leikinn: FH 6 -  4 ÍBV

„Undirbúningurinn var erfiður. Ég veit að þetta er afsökun, en bátsferðin var þrír tímar og ekki góð. Við borðuðum stuttu fyrir leikinn. Þetta hefði getað verið öðruvísi, þeir hefðu getað skorað meira. En við sýndum karakter og komum til baka," sagði Gary og hrósaði Róberti Aroni Eysteinssyni, sem kom inn á í stöðunni 6-1.

„Hann var ótrúlegur, ungi strákurinn. Hann kom inn á í stöðunni 6-1 og breytti leiknum. Hann á skilið klapp á bakið."

„Ég mun alltaf skora mörk, í hvaða liði sem er. Það sást eftir annað markið að ég var hungraður í meira. Ég er ánægður, þrenna er þrenna. Við erum fallnir og úrslitin skipta í raun og veru ekki máli, við viljum samt augljóslega ekki tapa risastórt. Fyrir mig persónulega er gott að ná þrennunni."

Gary er núna orðinn næst markahæstur í deildinni þegar tvær umferðir eru eftir. Hann er með 11 mörk, en markahæstur er Thomas Mikkelsen, Breiðabliki, með 12 mörk. Gary ætlar sér gullskóinn.

„Ég verð að reyna að ná honum. Ég vildi fá bronsskóinn að minnsta kosti því þá hef ég fengið þá alla, gull, silfur og brons. Ef ég vinn gullskóinn þá er það ekki sanngjarnt gagnvart hinum strákunum sem hafa verið hér allt tímabilið. Ég skora alltaf mörk í september og ef ég verð á meðal þriggja markahæstu þá verð ég mjög ánægður."

„Ég hef lagt mikið á mig andlega að komast á þann stað sem ég er núna. Ég reyni að ná gullskónum," sagði Gary Martin.

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner