Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
   lau 18. september 2021 17:06
Sverrir Örn Einarsson
Gaui Þórðar: Það þarf að búa til nýtt lið
Lengjudeildin
Guðjón Þórðarson þjálfari Víkings.Ó
Guðjón Þórðarson þjálfari Víkings.Ó
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Gaman að sjá að liðið náði heilli frammistöðu og spilaði í 90 mínútur af krafti. Leikurinn var skemmtilegur og þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður held ég að bæði lið eigi hrós skilið fyrir að reyna að spila fótbolta.“
Sagði Guðjón Þórðarson sem stýrði Víkingum frá Ólafsvík til sigurs í kveðjuleik þeirra í Lengjudeildinni þetta árið en Víkingar enduðu í neðsta sæti deildarinnar og munu því leika í 2.deild að ári.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  4 Víkingur Ó.

Útlit er fyrir að miklar breytingar verði í Ólafsvík fyrir næsta tímabil og var Guðjón spurður út í sína framtíðarsýn fyrir liðið.

„Það þarf að búa til nýtt lið og það verða breytingar. Það eru menn að fara úr liðinu og það þarf að púsla saman liði og reyna að stækka heimahópinn. Það eru að koma upp ungir strákar núna og það mun reyna á þá í vetur á æfingum hversu langt þeir komast í þessari tilraun en meiningin er að stækka heimahópinn og búa svo til stöðu fyrir útlendingana sem við þurfum á að halda.“

Guðjón var líka spurður út í þá erfiðleika sem mörg lið á landsbyggðinni glíma við við að ná í unga íslenska leikmenn.

„Það er alveg ljóst að menn þroskast við að koma út og spila hörkubolta. Það er ekkert gefins í þessari deild sem við erum að fara í og það þarf að stappa stálinu í menn og þetta verður erfið deild að vinna. En það virðist vera þannig að menn vilja ekki fara uppfyrir Mosó úr borg óttans en það er alveg klárt að það eru tækifæri fyrir menn að vaxa og dafna með því að koma út á land. “

Sagði Guðjón en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner