Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   lau 18. september 2021 17:06
Sverrir Örn Einarsson
Gaui Þórðar: Það þarf að búa til nýtt lið
Lengjudeildin
Guðjón Þórðarson þjálfari Víkings.Ó
Guðjón Þórðarson þjálfari Víkings.Ó
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Gaman að sjá að liðið náði heilli frammistöðu og spilaði í 90 mínútur af krafti. Leikurinn var skemmtilegur og þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður held ég að bæði lið eigi hrós skilið fyrir að reyna að spila fótbolta.“
Sagði Guðjón Þórðarson sem stýrði Víkingum frá Ólafsvík til sigurs í kveðjuleik þeirra í Lengjudeildinni þetta árið en Víkingar enduðu í neðsta sæti deildarinnar og munu því leika í 2.deild að ári.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  4 Víkingur Ó.

Útlit er fyrir að miklar breytingar verði í Ólafsvík fyrir næsta tímabil og var Guðjón spurður út í sína framtíðarsýn fyrir liðið.

„Það þarf að búa til nýtt lið og það verða breytingar. Það eru menn að fara úr liðinu og það þarf að púsla saman liði og reyna að stækka heimahópinn. Það eru að koma upp ungir strákar núna og það mun reyna á þá í vetur á æfingum hversu langt þeir komast í þessari tilraun en meiningin er að stækka heimahópinn og búa svo til stöðu fyrir útlendingana sem við þurfum á að halda.“

Guðjón var líka spurður út í þá erfiðleika sem mörg lið á landsbyggðinni glíma við við að ná í unga íslenska leikmenn.

„Það er alveg ljóst að menn þroskast við að koma út og spila hörkubolta. Það er ekkert gefins í þessari deild sem við erum að fara í og það þarf að stappa stálinu í menn og þetta verður erfið deild að vinna. En það virðist vera þannig að menn vilja ekki fara uppfyrir Mosó úr borg óttans en það er alveg klárt að það eru tækifæri fyrir menn að vaxa og dafna með því að koma út á land. “

Sagði Guðjón en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir