Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   lau 18. september 2021 17:06
Sverrir Örn Einarsson
Gaui Þórðar: Það þarf að búa til nýtt lið
Lengjudeildin
Guðjón Þórðarson þjálfari Víkings.Ó
Guðjón Þórðarson þjálfari Víkings.Ó
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Gaman að sjá að liðið náði heilli frammistöðu og spilaði í 90 mínútur af krafti. Leikurinn var skemmtilegur og þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður held ég að bæði lið eigi hrós skilið fyrir að reyna að spila fótbolta.“
Sagði Guðjón Þórðarson sem stýrði Víkingum frá Ólafsvík til sigurs í kveðjuleik þeirra í Lengjudeildinni þetta árið en Víkingar enduðu í neðsta sæti deildarinnar og munu því leika í 2.deild að ári.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  4 Víkingur Ó.

Útlit er fyrir að miklar breytingar verði í Ólafsvík fyrir næsta tímabil og var Guðjón spurður út í sína framtíðarsýn fyrir liðið.

„Það þarf að búa til nýtt lið og það verða breytingar. Það eru menn að fara úr liðinu og það þarf að púsla saman liði og reyna að stækka heimahópinn. Það eru að koma upp ungir strákar núna og það mun reyna á þá í vetur á æfingum hversu langt þeir komast í þessari tilraun en meiningin er að stækka heimahópinn og búa svo til stöðu fyrir útlendingana sem við þurfum á að halda.“

Guðjón var líka spurður út í þá erfiðleika sem mörg lið á landsbyggðinni glíma við við að ná í unga íslenska leikmenn.

„Það er alveg ljóst að menn þroskast við að koma út og spila hörkubolta. Það er ekkert gefins í þessari deild sem við erum að fara í og það þarf að stappa stálinu í menn og þetta verður erfið deild að vinna. En það virðist vera þannig að menn vilja ekki fara uppfyrir Mosó úr borg óttans en það er alveg klárt að það eru tækifæri fyrir menn að vaxa og dafna með því að koma út á land. “

Sagði Guðjón en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner