Newcastle United ætlar að reyna við Lucas Paqueta, leikmann West Ham, í janúarglugganum en þetta segir Daily Mail.
Í síðasta mánuði náði Manchester City samkomulagi við West Ham um kaup á Paqueta en félagið hætti við kaupin eftir að enska úrvalsdeildin fór að rannsaka hann vegna brots á veðmálareglum.
Paqueta er einn af mest spennandi sóknartengiliðum ensku úrvalsdeildarinnar og því mikill áhugi á honum en Newcastle ætlar að reyna að fá hann í janúar.
Daily Mail segir að félagið sé reiðubúið að bjóða 52 milljónir punda og vonast til þess að West Ham sætti sig við það boð.
Paqueta er hins vegar enn til rannsóknar hjá ensku úrvalsdeildinni og mun Newcastle því væntanlega bíða og sjá hvað mun gerast í því máli áður en það leggur fram tilboð.
Athugasemdir