Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 18. október 2019 15:30
Magnús Már Einarsson
Bruce: Longstaff eins og krakki í nammibúð
Matty Longstaff fagnar markinu gegn Manchester United.
Matty Longstaff fagnar markinu gegn Manchester United.
Mynd: Getty Images
„Hann er eins og krakki í nammibúð," sagði Steve Bruce, stjóri Newcastle, í dag þegar hann var spurður út í miðjumanninn Matty Longstaff.

Hinn 19 ára gamli Matty skoraði eina markið í sigrinum á Manchester United fyrir tveimur vikum og var maður leiksins.

Eftir leikinn mætti hann í einlægt viðtal ásamt eldri bróður sínum og liðsfélaga Sean Longstaff.

„Viðtalið sýndi hvað hann snýst um," sagði Bruce. „Ég held að ég hafi aldrei orðið vitni að annarri eins frumraun. Ekki bara markið heldur hvernig spilamennskan var í heild."

Bruce var spurður að því á fréttamannafundi í dag hvort Matty verði áfram í byrjunarliðinu gegn Chelsea á morgun? „Hvernig get ég skilið hann eftir fyrir utan? Hann hefur sýnt mikla auðmýkt og hann á bjarta framtíð fyrir höndum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner