Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   fös 18. október 2019 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Greenwood búinn að skrifa undir nýjan samning
Mason Greenwood er búinn að skrifa undir fjögurra ára samning við Manchester United sem gildir út júní 2023, með möguleika um framlengingu til 2024.

Greenwood er 18 ára sóknarmaður sem Ole Gunnar Solskjær og starfsteymi hans hefur miklar mætur á. Hann hefur komið við sögu í sex úrvalsdeildarleikjum á tímabilinu án þess að skora. Hann er þó búinn að skora í deildabikarnum og Evrópudeildinni.

Greenwood er þriðji í goggunarröðinni sem fremsti sóknarmaður Rauðu djöflanna eftir Marcus Rashford og Anthony Martial.

Greenwood hefur gert tvö mörk í fjórtán leikjum fyrir yngri landslið Englands.


Athugasemdir
banner
banner