Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 18. október 2019 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Zidane: Hitti Pogba fyrir algjöra tilviljun
Mynd: Getty Images
Paul Pogba var orðaður við félagaskipti til Real Madrid í sumar en ekkert varð úr skiptunum. Hann er áfram leikmaður Manchester United, sem hefur farið illa af stað í ensku úrvalsdeildinni.

Pogba hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu og var hann staddur í æfingabúðum í Dúbaí í landsleikjahlénu. Þar náðu ljósmyndarar myndum af honum spjalla við Zinedine Zidane, samlanda sinn og þjálfara Real Madrid.

„Ég hitti Pogba fyrir algjöra tilviljun. Við höfum þekkt hvorn annan lengi þannig auðvitað spjölluðum við saman. Ég ætla ekki að ræða innihald einkasamræðna okkar við fjölmiðla," sagði Zidane þegar hann var spurður út í fundinn.

Real Madrid trónir á toppi spænsku deildarinnar og er ósigrað eftir átta umferðir. Man Utd er aðeins með 9 stig eftir 8 umferðir á Englandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner