Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 18. október 2020 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bjarni Jó enn með ástríðu og góða starfsorku
Bjarni Jóhannsson.
Bjarni Jóhannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Jóhannsson mun hætta sem þjálfari Vestra eftir tímabilið, hvenær sem því lýkur.

Bjarni er á sínu þriðja tímabili með Vestra en hann stýrði liðinu upp úr 2. deildinni í fyrra. Vestri er í sjöunda sæti í Lengjudeildinni þegar tvær umferðir eru eftir.

Bjarni, sem er 62 ára, hefur verið í þjálfun í yfir 30 ár en hann varð Íslands og bikarmeistari með ÍBV á sínum tíma. Hann segir í samtali við Fréttablaðið að hann vilji halda áfram að þjálfa.

„Hvað framhaldið varðar þá er það algerlega óráðið. Ég var nú eiginlega kominn á þann stað að hugsa um að láta gott heita þegar starfið hjá Vestra kom upp. Ég hef hins vegar enn ástríðu fyrir knattspyrnu og góða starfsorku. Minn draumur varðandi næsta starf væri að vera hluti af öflugu þjálfarateymi hjá félagi þar sem mikill metnaður væri fyrir því að vinna faglegt starf og stefna til framtíðar væri á hreinu," segir Bjarni.

„Svo er ekkert launungarmál að ég myndi vilja vinna hjá félagi með góða aðstöðu eða þar sem raunveruleg áform eru um að byggja upp almennilega aðstöðu. Við sáum það síðasta haust að félög á borð við Val og Stjörnuna bjuggu til öflug teymi í kringum lið sín þar sem tveir úrvalsdeildarþjálfarar með mikla reynslu eru í teyminu. Ég væri meira en til í að komast inn í þannig umhverfi."

Bjarni gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir vestan og segir að lið á landsbyggðinni séu að dragast aftur úr vegna slakrar aðstöðu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner