Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 18. október 2020 15:25
Ívan Guðjón Baldursson
Kristrún Rut í sigurliði - Sandra María gerði jafntefli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Mirko Kappes
Kristrún Rut Antonsdóttir lék allan leikinn er Mallbacken skoraði þrjú gegn Brommapojkarna í sænsku B-deildinni í gær.

Mallbacken var marki yfir þar til á lokakaflanum þegar gestirnir misstu tvo leikmenn af velli með rautt spjald.

Kristrún Rut var á miðjunni og er hún búin að vinna sér inn byrjunarliðssæti hjá sínu nýja félagi. Hún hóf ferilinn hjá Selfossi en hefur spilað fyrir Chieti og Roma á Ítalíu auk Avaldsnes í Noregi og BSF í Danmörku þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára.

Mallbacken siglir lygnan sjó í efri hluta deildarinnar, með 35 stig eftir 22 umferðir.

Mallbacken 3 - 0 Brommapojkarna
1-0 Emmie Johansson ('45)
1-0 F. Brostrom, misnotað víti ('65)
2-0 Emmie Johansson ('88)
3-0 Emmie Johansson ('93)
Rautt spjald: E. Bergkvist, Bromma ('71)
Rautt spjald: A. Lobanova, Bromma ('77)

Í efstu deild í Þýskalandi spilaði Sandra María Jessen 78 mínútur í markalausu jafntefli gegn Essen.

Sandra María er mikið í kringum byrjunarliðið hjá Leverkusen eftir að hún byrjaði að spila sem hægri bakvörður.

Leverkusen er með ellefu stig eftir sjö umferðir, fimm stigum eftir Potsdam í Meistaradeildarsæti.

Essen 0 - 0 Leverkusen
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner