Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 18. október 2020 21:25
Ívan Guðjón Baldursson
Van Dijk: Allt gerist af ástæðu - Mun koma sterkari til baka
Mynd: Getty Images
Virgil van Dijk meiddist á krossbandi í jafntefli Liverpool gegn Everton um helgina. Jordan Pickford, markvörður Everton, tæklaði Van Dijk illa innan vítateigs.

Van Dijk verður frá í marga mánuði en hann gaf út yifrlýsingu fyrir skömmu þar sem hann segist vera tilbúinn fyrir þessa áskorun.

„Ég er einbeittur að því að ná fullum bata og mun gera allt í mínu valdi til að vera klár í slaginn sem fyrst. Þetta er augljóslega svekkjandi en ég trúi því að í erfiðleikum felist tækifæri og að ég muni koma sterkari til baka með hjálp Guðs," segir í yfirlýsingu frá Van Dijk.

„Ég trúi því að allt gerist af ástæðu og því er mikilvægt að halda haus í gegnum hæðirnar og lægðir. Ég er tilbúinn fyrir þessa áskorun þökk sé stuðningi frá fjölskyldunni og Liverpool.

„Ég vil þakka öllum fyrir batakveðjurnar, þær skipta mig og fjölskyldu mína miklu máli. Ég mun gera allt sem ég get til að hjálpa strákunum utan vallar. Ég mun koma aftur."


Van Dijk, 29 ára gamall, er af mörgum talinn vera besti miðvörður heims.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner