Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mið 18. nóvember 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Berglind og Cecilía á leið í atvinnumennsku?
Cecilía Rán Rúnarsdóttir
Cecilía Rán Rúnarsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berg­lind Rós Ágústs­dótt­ir og Cecil­ía Rán Rún­ars­dótt­ir gætu verið á förum frá Fylki en erlend félög hafa áhuga á þeim samkvæmt frétt mbl.is.

Berglind er fyrirliði Fylkis og hefur verið lykilmaður hjá liðinu undanfarin þrjú tímabil eftir að hún kom frá Val.

Norsk félög vilja fá Berglindi í sínar raðir en keppni þar í landi lýkur ekki fyrr en í desember og þá gæti meira komið í ljós.

Chelsea og Everton í ensku úrvalsdeildinni hafa sýnt Cecilíu áhuga.

Cecilía er 17 ára markvörður sem kom til Fylkis frá Aftureldignu fyrir síðasta tímabil.

Hún hefur átt fast sæti í íslenska landsliðshópnum að undanförnu og er í hópnum fyrir komandi leiki gegn Ungverjalandi og Slóvakíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner