Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 18. nóvember 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Skoska landsliðið gerði 'Yes, Sir I Can Boogie' vinsælt aftur
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Skoska landsliðið tryggði sér þátttökurétt á EM á næsta ári með sigri í vítaspyrnukeppni gegn Serbíu síðasta fimmtudag.

Skotland er mikil fótboltaþjóð og fögnuðu Skotar þessum áfanga innilega, enda í fyrsta sinn síðan 1998 sem landsliðið kemst á stórmót.

Eftir leikinn fögnuðu leikmenn Skota dátt inni í klefa og sungu lag sem var gífurlega vinsælt á áttunda áratugnum, 'Yes, Sir I Can Boogie'.

Myndband af fagnaðarlátum skoska landsliðsins fór sem eldur um sinu og virðist lagið frá 1977 vera orðið að nýjum þjóðsöng Skota. Stuðningsmenn spiluðu lagið mikið yfir helgina og er það komið á top 40 listann hjá iTunes í Skotlandi, tæpri hálfri öld eftir útgáfu.

„Þetta hefur lyft mér upp í faraldrinum. Ég verð skoska landsliðinu og sérstaklega Andy Considine ævinlega þakklát," sagði Maria Mendiola, önnur söngkona Baccara dúettsins sem gaf lagið út á sínum tíma.

Mendiola er ánægð með Considine, varnarmann Aberdeen og skoska landsliðsins, enda er hann drifkrafturinn á bak við lagið. Hann gerði það frægt aftur 2015 þegar hann var myndaður við að syngja það í sinni eigin steggjun sem var haldin í Amsterdam.

Myndbandinu var lekið á YouTube þar sem það fékk talsvert áhorf og varð að svokölluðu 'meme' í skoska fótboltaheiminum.


Athugasemdir
banner
banner
banner