Scot Gemmill, þjálfari skoska U21 landsliðsins, hrósar íslenska U21 liðinu eftir vináttulandsleik liðanna í gær. Liðin mættust í Motherwell og vann Ísland 2-1 sigur þar sem Kristall Máni Ingason skoraði bæði mörk okkar liðs.
Skotland leiddi verðskuldað 1-0 í hálfleik en íslenska liðið kom öflugt til baka og tryggði sér sigurinn með flottri frammistöðu í seinni hálfleiknum.
Skotland leiddi verðskuldað 1-0 í hálfleik en íslenska liðið kom öflugt til baka og tryggði sér sigurinn með flottri frammistöðu í seinni hálfleiknum.
Adam Ingi Benediktsson markvörður Íslands varði nokkrum sinnum frábærlega í fyrri hálfleiknum og kom í veg fyrir að forysta heimamanna yrði ekki stærri.
„Við vorum mjög hættulegir í fyrri hálfleik en nýttum ekki færin. Ég hrósa íslenska liðinu fyrir það hvernig það kom út í seinni hálfleik. Þeir breyttu kerfinu og um leikmenn," segir Gemmill en íslenska liðið sýndi virkilega flotta spilamennsku í seinni hálfleiknum.
Hann segir að leikurinn í gær hafi reynst skoska liðinu vel, þeir geti lært mikið af leiknum.
2️⃣ Kristall Máni Ingason skoraði bæði mörk U21 karla í 2-1 sigri liðsins í gær gegn Skotlandi.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 18, 2022
📸 @Hulda_margret #fyririsland pic.twitter.com/10VOqSuxy6
Athugasemdir