Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 18. nóvember 2022 12:54
Elvar Geir Magnússon
Þjálfari skoska U21 landsliðsins hrósar því íslenska
Kristall Máni skoraði tvívegis í gær.
Kristall Máni skoraði tvívegis í gær.
Mynd: Getty Images
Scot Gemmill, þjálfari skoska U21 landsliðsins, hrósar íslenska U21 liðinu eftir vináttulandsleik liðanna í gær. Liðin mættust í Motherwell og vann Ísland 2-1 sigur þar sem Kristall Máni Ingason skoraði bæði mörk okkar liðs.

Skotland leiddi verðskuldað 1-0 í hálfleik en íslenska liðið kom öflugt til baka og tryggði sér sigurinn með flottri frammistöðu í seinni hálfleiknum.

Adam Ingi Benediktsson markvörður Íslands varði nokkrum sinnum frábærlega í fyrri hálfleiknum og kom í veg fyrir að forysta heimamanna yrði ekki stærri.

„Við vorum mjög hættulegir í fyrri hálfleik en nýttum ekki færin. Ég hrósa íslenska liðinu fyrir það hvernig það kom út í seinni hálfleik. Þeir breyttu kerfinu og um leikmenn," segir Gemmill en íslenska liðið sýndi virkilega flotta spilamennsku í seinni hálfleiknum.

Hann segir að leikurinn í gær hafi reynst skoska liðinu vel, þeir geti lært mikið af leiknum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner