Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   lau 18. nóvember 2023 16:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haaland í kapphlaupi við tímann fyrir stórleikinn
Mynd: EPA

Erling Haaland meiddist á ökkla þegar Noregur vann 2-0 sigur á Færeyjum í æfingaleik á fimmtudaginn.


Hann mun missa af leik Noregs gegn Skotlandi á morgun en norska liðið er í baráttu um að komast í umspil um sæti á EM.

Þetta er í annað sinn í þessum mánuði sem norski framherjinn meiðist á ökkla en hann var tekinn af velli í hálfleik gegn Bournemouth í upphafi mánaðarins.

„Því miður missi ég af leiknum á morgun gegn Skotlandi. Óska strákunum alls hins besta. Nú er hefst meðferð og ég reyni að koma til baka eins fljótt og hægt er," skrifaði Haaland á Instagram síðu sína.

Þetta er mikið áfall fyrir Haaland, norska landsliðið og Manchester City en City fær Liverpool í heimsókn um næstu helgi. City er á toppi deildarinnar en Liverpool er aðeins stigi á eftir þegar 12 umferðum er lokið.


Athugasemdir
banner
banner
banner