Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
banner
   lau 18. nóvember 2023 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Inter Miami reynir við Rakitic og Sergi Roberto
Mynd: EPA
David Beckham, einn af eigendum Inter Miami í bandarísku MLS deildinni, segist eiga erfitt með að trúa því að Lionel Messi sé leikmaður félagsins.

Inter stefnir hátt í bandaríska boltanum og er búist við að liðið muni gera alvöru atlögu að MLS titlinum á næsta ári.

Jordi Alba og Sergio Busquets eru meðal leikmanna liðsins, en þá er úrúgvæski fótboltasnillingurinn Luis Suárez einnig sagður vera á leiðinni.

Ekki nóg með það, því Ivan Rakitic og Sergi Roberto eru einnig ofarlega á óskalistanum hjá Inter, þar sem markmiðið virðist vera að endurbyggja goðsagnakennt Barcelona lið sem hefur unnið ógrynni titla síðasta áratuginn.

Rakitic og Roberto verða báðir samningslausir næsta sumar.

„Það er okkar gjöf til Ameríku að koma með Messi hingað. Leikmaður eins og hann breytir leiknum. Hann veitir nýrri kynslóð af fótboltamönnum mikilvægan innblástur," er meðal þess sem Beckham hafði að segja um félagsskipti Messi til Inter þegar hann var spurður á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner